Ragnar og VR

Dauða mínum átti ég von á frekar en að sjá Ragnar starfa, ekki bara starfa heldur taka sæti í stjórn hjá VR. 

Þvílik lof hafa fallið um manninn á blogheimum að hálfa væri nóg.  Það er talað um eðalmenni af gamla skólanum, hvað hann getur farið vel með peninga og ég veit ekki hvað og hvað.  

En nú er lag fyrir Ragnar til þess að taka til hjá VR í skúffunni þar sem öll óleystu kærumál fyrverandi starfsmanna hans hvlía.  Kærumál vegna þess að þeir töldu gróflega brotið hafði verið á rétti þeirra en VR gat ekkert gert þar sem fjármálafyrirtækið sem Ragnar stjórnaði þá vildi ekki vita af vandanum.

Því miður hafa félagsmenn nú fengið þennan mann yfir sig, kannski margir sem héldu að þeir væru lausir undan honum...... veslings VR. 

Bíddu við hvað stóð nýja VR fyrir  hmmm... lát sjá  var það Virðing og réttlæti

Gott hjá ykkur !!

Sem betur fer er ég ekki félagsmaður lengur.


mbl.is Nýir fulltrúar VR valdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Ekki þekki ég manninn en er þetta ekki frekar aumt skítkast hjá þér að tala svona í hálfkveðnum vísum.  Hvað var það sem hann gerði á hlut starfsmanna sinna ?

Ragnar Borgþórs, 26.5.2009 kl. 09:02

2 identicon

Góð ábending hjá þér Ragnar !

Halli (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:39

3 identicon

Þetta er allt í lagi Ragnar Borgþórs að þú reynir að taka upp hanskann fyrir manninn.

Það er greinilegt að í margra augum er hann heilagur maður....

En hann nafni þinn Ragnar Önundarson veit alveg hvað ég á við.  Er það von mín að hann hafi lesið þetta.

snako (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband